Eru vegir ástarinnar rannsakanlegir?

Og lífið verður einfaldlega að halda áfram. Þetta var andartakshrösun, slys, skammarlegt smáatvik í fallegu, farsælu hjónabandi. Ég hitti Tómas Adler aldrei aftur, leyfi honum aldrei aftur að glepja mig. Tek þennan atburð afsíðis og einangra hann í huga mér, í læstu hólfi í hjartanum. Tilfinningar mínar eru óábyrgar, óskynsamlegar, ég tek á mig rögg og hætti þessari vitleysu. Ég er fullorðin og ábyrg manneskja, tek siðferðislega réttar ákvarðanir. Ég elska fjölskylduna mína, manninn minn, heimili mitt. Ég er hamingjusöm. Ég lifi góðu og þægilegu lífi. Ég leyfi engu að eyðileggja það. Ekki einu sinni ástinni.

– Eldarnir: Ástin og aðrar hamfarir eftir Sigríði Hagalín

Dr. Anna Guðrún Jónasdóttir
Frumkvöðull

Ástarrannsóknir urðu til sem akademískt rannsóknarsvið árið 1991 þegar Dr. Anna Guðrún Jónasdóttir stjórnmálafræðingur setti fram kenningar sínar í doktorsritgerð sinni.

iceland, rock, formation-2046461.jpg
Rannsóknir

Félagsfræðileg rannsókn við Háskóla Íslands um ástina í íslenskum síðnútíma, stýrt af Berglindi Rós Magnúsdóttur prófessor við HÍ

Sérrit

Í ágúst mun koma út sérrit hjá Ritinu sem tileinkað er rómantískri ást í íslensku samfélagi en því er ritstýrt af Berglindi Rós Magnúsdóttur, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands og formanni Hins íslenzka ástarrannsóknafélags, og Torfa Tulinius prófessor í menningarfræðideild.  

Meðlimir Hins ízlenska ástarrannsóknafélags
Hið íslenzka ástarrannsóknafélag

Hið íslenzka ástarrrannsóknafélag var stofnað árið 2015 en meðlimir félagsins eru fræðikonur af ólíkum sviðum Háskóla Íslands.

Berglind Rós Magnúsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir
Í fjölmiðlum

Meðlimir Hins íslenzka ástarrannsóknafélags hafa komið fram í fjölmiðum og fjallað um ástarrannsóknir sínar í pistlum og viðtölum