Frumkvöðull

Hæ, hó, í rauninni ættirðu…að koma hingað til mín í allri þinni dýrð og elska mig einu sinni enn. Það er nefnilega nýjabrum í því, kisi, að elska sjálfstæðar konur einsog mig.

–  Dísusaga eftir Vigdísi Grímsdóttur

Dr. Anna Guðrún Jónasdóttir

Dr. Anna Guðrún Jónasdóttir er prófessor emeritus við Háskólann í Örebro í Svíþjóð og heiðursdoktor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Anna Guðrún lauk doktorsgráðu í stjórnmálafræði þegar hún útskrifaðist frá Gautaborgarháskóla árið 1991.

Í doktorsritgerð sinni  setti Anna Guðrún fram hugtakið „love power“, sem var upphafið að því að gera ástarrannsóknir að akademísku rannsóknasviði sem snýr að því að greina valdatengsl í ástar- og kynlífssamskiptum.

Grein eftir Önnu Guðrúnu birtist í sérriti Ritsins um ástarrannsóknir.