Rannsóknir

Þú ert svo falleg þegar þú æsir þig að ég heyri ekki hvað þú segir, sagðriðu, kisi ,og þótt mig langaði til að gefa þér á kjaftinn, því mig langaði sannarlega til þess, það getirðu bókað, þá gerði ég það ekki af því að mér fannst svo gott þegar þér fannst ég falleg og mér fannst svo ljúft að vera með þér í hugsunarlausu andartakinu.

–  Dísusaga eftir Vigdísi Grímsdóttur

Ástin í síðnútíma

Ást og ástarsambönd í íslenskum síðnútíma er rannsókn styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og stjórnandi hennar er Berglind Rós Magnúsdóttir. Ein grein hefur þegar birst upp úr gögnum hennar  í sérriti um ástarrannsóknir sem kemur út á vegum Ritsins, tímariti hugvísindastofnunar.

Berglind Rós Magnúsdóttir stýrir rannsókninni

Sérrit Ritsins

Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður Hins íslenzka ástarrannsóknafélags, og Torfi Tulinius prófessor í menningarfræðideild Háskóla Íslands ritstýrðu sérriti um ástarrannsóknir hjá Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands.