Hið íslenzka ástarrannsóknafélag
Svar mitt við spurningunni „hvað er verið að gera okkur?“ sem konum í
vestrænu frjálsu jafnréttissamfélagi í feðraveldi er að karlar arðræna ákveðna
orkuuppsprettu í konum, nefnilega ástarkraftinn. Um þetta snýst vestræn
kynjabarátta í samtímanum.
– Dr. Anna Guðrún Jónasdóttir
Um félagið
Hið íslenzka ástarrannsóknafélag er skipað fræðimönnum af ólíkum sviðum Háskóla Íslands. Hugmyndin að ástarrannsóknafélaginu kom upp þegar Anna Guðrún Jónasdóttir, fyrsti íslenski doktorinn í ástarrannsóknum, hlaut heiðursdoktorsnafnbót við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Silja Bára Ómarsdóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir sem hylltu heiðursdoktorinn ásamt fjölda annarra í hátíðarsal Háskóla Íslands fengu hugmyndina að félaginu sem varð að veruleika stuttu síðar.
Í þakkarræðu sinni sagði Anna Guðrún m.a.: „Ritgerðin fékk nafnið Love Power and Political Interests. Towards a Theory of Patriarchy in Contemporary Western Societies (Ástarkraftur, vald og pólitískir hagsmunir. Tilraun til skýringar á karlveldinu í nútíma vestrænum þjóðfélögum).
Eins og nafnið bendir til snýst niðurstaða þessa verks um ást og þann sérstaka skapandi kraft og lífsorku sem ég vil meina að yfirfærist milli fólks í félagslegum tengslum okkar sem kynverur. Ég tala hér um munstur af ójöfnuði (breytilegum, en seigum) í forsendunum fyrir samskiptum kynjanna varðandi það hvernig við njótum – gefum og þiggjum – af þessum sérstaka ástarkrafti (sem inniheldur bæði erotík og umhyggju); þar af leiðandi hvernig útkoman úr þessu sérstaka sköpun/endursköpun – eða „framleiðslu“ á okkur sjálfum – stöðugt mótar þær kringumstæður sem við lifum í sem félagsverur (félagslegar kynverur) og hefur þannig áhrif á allt þjóðfélagið.“
Stofnfélagar á góðri stundu í vorblíðunni 2021
„Tímabil formlegs jafnréttis í feðraveldinu einkennist af því að ástarkrafturinn verður í augum kvenna að gjöf, færni sem hún á sjálf, og sem hún er frjáls til að gefa.“
Anna Guðrún Jónasdóttir
Undir yfirborðið – Ástarrannsóknir
Þátturinn Undir yfirborðið í umsjón Ásdísar Olsen var tileinkaður ástarrrannsóknum þann 5. desember 2022. Rætt var við Berglindi Rós Magnúsdóttur.
Félagar
Berglind Rós Magnúsdóttir
Dr. Berglind Rós Magnúsdóttir er prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður félagsins.
Brynhildur Björnsdóttir
Brynhildur Björnsdóttir er söngkona, leikkona, fjölmiðlakona og ástarrannsakandi. Hún lauk MA gráðu í Menningarfræði frá Háskóla Íslands árið 2020.
Silja Bára Ómarsdóttir
Dr. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor í alþjóðasamskiptum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Gyða Margrét Pétursdóttir
Dr. Gyða Margrét Pétursdóttir er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Annadís Greta Rúdólfsdóttir
Dr. Annadís Greta Rúdólfsdóttir er dósent í aðferðafræði rannsókn í deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði í Háskóla Íslands.
Hanna Ólafsdóttir
Ólafur Páll Jónsson
Dr. Ólafur Páll Jónsson er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.
Sólveig Anna Bóasdóttir
Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir er prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands.
Torfi H. Tulinius
Dr. Torfi H. Tulinius er prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Jón Ingvar Kjaran
Dr. Jón Ingvar Kjaran er prófessor í hinsegin fræðum við Háskóla Íslands.
Sigrún Ólafsdóttir
Dr. Sigrún Ólafsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Hlynur Helgason
Dr. Hlynur Helgason er dósent í listfræði við Háskóla Íslands.
Ásgeir Brynjar Torfason
Dr. Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í hagfræði.
Meginhugtök
Ástarkraftur er aðeins eitt af fjölmörgum hugtökum innan fræðisviðsins sem meðlimir Hins íslenzka ástarrannsóknarfélags hafa tekið þátt í að rannsaka.