Facebook
Twitter
LinkedIn

Aðrir pistlar

Umsjónamaður: Brynhildur Björnsdóttir.

Lögformlegur samningur um ást og uppvask

Hjónabandið er allt í senn, samfélagslegur hornsteinn, stofnun ástarinnar og lögformlegur samningur um daglegt líf. Í fyrsta þætti Ef þú giftist er rætt um hjónabandið sem stofnun við Sigrúnu Olafsdóttur, prófessor í félagsfræði. Hrefnu Friðriksdóttur prófessor í hjúskaparrétti, Berglindi Rós Magnúsdóttur, prófessor um ástarrannsóknir og Sólveigu Önnu Bóasdóttur prófessor í guðfræðlegri siðfræði. Hjón þáttarins eru Harpa Másdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir.

Bíl og íbúð, brúðarslör

Hjónabandið hefst á brúðkaupi eða hjónavígslu sem ber með sér ýmsar hefðir og venjur, flestar frá fyrri öldum sem hafa ýmist viðgengist hérlendis eða numð hér land á síðustu árum og áratugum.

Í öðrum þætti Ef þú giftist er rætt um brúðkaup við Hannes Sasa Pálsson, brúðkaupsskipulegganda Margréti Eru Maack, veislustjóra og Guðrúnu Karls Helgudóttur prest í Grafarvogskirkju. Hjón þáttarins eru Ólöf Breiðfjörð og Gunnar Guðbjörnsson.

Að skilja er að skilja

Um þriðja hverju hjónabandi lýkur með skilnaði. Að skilja við maka er gríðarlega erfitt ferli, bæð tilfinningalega og veraldlega. Hjónabandið hefur meðal annars það hlutverk að halda röð og reglu kringum það veraldlega ferli, samkvæmt löggafanum en gerir það mögulega flóknara tilfinningalega.

Í þriðja þætti Ef þú giftist er rætt við Hrefnu Friðriksdóttur prófessor , Guðrúnu Karls Helgudóttur prest, Andrés Inga Jónsson alþingismann og Kristínu Tómasdóttur fjölskyldu- og meðferðarráðgjafa.

Lesari í þættinum ásamt Brynhildi er Halla Harðardóttir.

 

Eilífðin í augnablikinu

Er hægt að segja að hjónabandiið sé tímaskekkja þegar rúmlega 3500 manns velja að ganga í það á hverju ári? Eða þarf að breyta því og aðlaga að nútíma og framtíð?

Í fjórða þætti Ef þú giftist sem fjallar um framtíð hjónabandsins er rætt við Hrefnu Friðriksdóttur prófessor, Björn Leví Gunnarsson alþingismann og konu sem er í fjölkæru (polyamorous) hjónabandi. Hjón þáttarins eru Magnús Örn Sigurðsson og Sólveig Ásta Sigurðardóttir.

Undir yfirborðið – Ástarrannsóknir

Þátturinn Undir yfirborðið í umsjón Ásdísar Olsen var tileinkaður ástarrrannsóknum þann 5. desember 2022. Rætt var við Berglindi Rós Magnúsdóttur.

Rýnt í ástina í Hall­gríms­kirkju

Ný há­degis­við­burða­röð Hins ís­lenska ástar­rann­sóknar­fé­lags hefst í Hall­gríms­kirkju í dag þar sem ástin verður skoðuð frá ýmsum sjónar­hornum. Ástin verður í brennidepli

Framakonur í annars konar leit að ást

Berglind Rós Magnúsdóttir hefur rannsakað marga ólíka anga ástarinnar. Í nýjustu rannsókn sinni talaði hún við fimmtán fráskildar framakonur um leit þeirra

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *