Arkitektúr ástarvalsins
Í nýjustu bók sinni „The end of love“ spyr menningarfélagsfræðingurinn Eva Illouz þeirrar mikilvægu spurningar hvernig þetta nútímaástand sem einkennist bæði af markaðshugsun á öllum vettvangi, og mögulegum sítengingum að öllum heiminum í gegnum tæknivædd samskipti, hafi breytt tilfinningum okkar og rómantískum tengslum. „Það eru fleiri fiskar í sjónum“ eru ekki aðeins upplyftandi huggunarorð lengur heldur teljanlegur raunveruleiki í formi lítilla síla á Tinder sem hægt er …