Facebook
Twitter
LinkedIn

Aðrir pistlar

Berg­lind Rós Magnús­dótt­ir seg­ir að fólk í góðu ástar­sam­bandi eyði tals­verðum tíma í að ala hvort annað upp og gefa af sér til hins án þess að ganga of nærri sér. Hún seg­ir ástar­bylt­ing­una rétt að byrja og að Covid-19, eða kófið eins og hún kall­ar ástandið, hafi fleytt um­hyggju-hag­kerf­inu upp á yf­ir­borðið.

Berg­lind Rós er dós­ent í upp­eld­is- og mennt­un­ar­fræðum við Há­skóla Íslands og formaður Hins ís­lenzka ástar­rann­sókna­fé­lags. Hún hef­ur að und­an­förnu fjallað um hvernig um­hyggju­hag­kerfið hafi risið upp í kóf­inu og fleytt okk­ur í gegn­um stærstu skafl­ana.

Við erum fyrst og fremst tengslaver­ur

Er ein­hver þörf á því sem þú kall­ar um­hyggju­hag­kerfi?

„Mann­skepn­an (Homo sapiens) hef­ur á seinni árum oft verið skil­greind sem Homo economicus, þar sem við höf­um mótað sam­fé­lög sem gera ráð fyr­ir að við stjórn­umst fyrst og fremst af efna­hags­leg­um hvöt­um. Mantr­an hef­ur verið að við sem mann­eskj­ur eig­um ein­fald­lega að vera sjálf­stæðar og óháðar; og nota hverja stund í að gera sem mest virði úr sjálf­um okk­ur. Í þess­um hama­gangi gleym­ist að þetta er óraun­hæft mark­mið nema með dyggri aðstoð sam­fé­lags­kerfa og ein­stak­linga í nærum­hverfi okk­ar því í raun eru all­ar mann­eskj­ur háðar um­hyggju og tengsl­um í gegn­um allt lífið, og með af­ger­andi hætti í upp­hafi og lok heims­ferðar sinn­ar. Þau okk­ar sem eiga ekki ríku­leg til­finn­inga­tengsl og sam­skipti upp­lifa helst ein­mana­kennd og óham­ingju í líf­inu. Því má segja að við séum kannski fyrst og fremst Homo in­ter­dependicus, eða tengslaver­ur. Það hef­ur verið ann­ar heims­far­ald­ur í gangi sem heit­ir ein­mana­kennd og því markaðs- og ein­stak­lingsvædd­ari sem sam­fé­lög­in verða, þeim mun meiri ein­ver­ur ganga þar um stræti og torg. Að vera efna­hags­lega rík­ur er hjóm eitt í sam­an­b­urðinum við þann sem er rík­ur af tengsl­um, ástar­krafti fyr­ir sjálf­an sig og aðra og býr í sam­fé­lagi sem trygg­ir lág­marks um­hyggju fyr­ir alla þegna sína, m.a. í gegn­um öfl­ug vel­ferðar­kerfi, fé­lagsnet og ríku­legt menn­ing­ar­líf. Þetta eru grund­vall­ar­gildi sem ættu að leiða alla upp­bygg­ingu á kerf­um okk­ar og upp­eldi til næstu kyn­slóðar.“

Mikið af ósýni­legri til­finn­inga­vinnu í ástar­sam­bönd­um

Hvað get­ur þú sagt mér um ástar­kraft­inn?

„Mest af ósýni­legri til­finn­inga­vinnu er unnið í ástar­sam­bönd­um og fjöl­skyld­um og er þung­inn gjarn­an á kon­um. Dr. Anna Guðrún Jón­as­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur setti fram kenn­ing­una um „ástar­kraft­inn“ fyr­ir um 30 árum. Í doktors­rit­gerð sinni velti hún þeirri knýj­andi spurn­ingu fyr­ir sér af hverju kon­ur væru und­ir­skipaðar körl­um þrátt fyr­ir jafnt aðgengi og jafn­an rétt að valda­vett­vöng­um sam­fé­lags­ins. Með kerf­is­bund­inni grein­ingu á gagn­kyn­hneigðum ástar­sam­bön­um þróaði hún kenn­ing­una um ástar­kraft­inn. Ástar­kraft­ur er sá sköp­un­ar­kraft­ur sem lífg­ar og end­ur­lífg­ar þrótt, ör­yggi og vellíðan og raun­ger­ist í ástar­veit­andi stuðningi og um­hyggju bæði í einka­lífi og á vinnu­markaði. Kon­ur eru að mati Önnu Guðrún­ar meg­in ástar­veit­ur í ástar­sam­bönd­um án þess að njóta ávaxt­anna að eðli­legu marki. Mak­ar sem hafa notið góðs af slík­um ástar­krafti átta sig marg­ir ekki á þess­ari til­finn­inga­vinnu sem þeir hafa notið góðs af fyrr en þeir skilja, kon­an veikist eða fell­ur frá. Á þeim 30 árum síðan Anna Guðrún setti fram þessa kenn­ingu hef­ur þetta auðvitað breyst. Karl­ar taka nú í meiri mæli þátt í upp­eldi og að veita um­hyggju inni á heim­il­inu en að sumu leyti hef­ur þetta versnað óháð kyni, með auk­inni áherslu á Homo economicus, sem ýtir und­ir aukna ein­stak­lings­hyggju og skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart þeim sem geta ekki stöðugt búið til stór­kost­legt virði úr sjálf­um sér. Því er gríðarlega mik­il­vægt að halda áfram með rann­sókn­ir á ástar­vinn­unni í sam­fé­lag­inu, hvar hún ligg­ur, hjá hverj­um og í hverju hún er fólg­in. Í stóra sam­heng­inu þarf svo að spyrja sig hvaða þætt­ir þurfa að vera til staðar til að reka öfl­ugt og rétt­látt um­hyggju­hag­kerfi og hvaða öfl það eru helst sem af­vega­leiða rétt­lætið og ást­ina í sam­fé­lög­um.“

Karl­ar fá hrós ef þeir eru um­hyggju­sam­ir

Af hverju held­urðu að sam­fé­lagið ætl­ist til meiri til­finn­inga- og um­hyggju­vinnu af hendi kvenna en karla?

„Til­finn­inga­vinna sem kon­ur sinna í meiri mæli er oft skil­greind sem virkni sem komi af sjálfu sér en um leið er hunsuð öll sú þjálf­un, þekk­ing og mikla vinna sem í henni felst. Þjálf­un­in hef­ur oft­ar en ekki átt sér stað frá blautu barns­beini í gegn­um um­hyggju­leiki, skyld­ur varðandi barnapöss­un og stöðug óbein skila­boð um að laga sig að þörf­um annarra. Kon­um er sér­stak­lega refsað í vinnu­mati ef þær þykja ekki nægi­lega um­hyggju­sam­ar. Karl­ar fá hins veg­ar sér­stakt hrós ef þeir eru um­hyggju­sam­ir. Þessi hæfni lít­ur út fyr­ir að vera ósjálfráð en eitt af því sem vís­ind­in hafa kennt okk­ur er að oft er erfitt að greina milli áunn­inna og lík­am­legra þátta því reynsl­an mót­ar hugs­un og svo öf­ugt. Fólk er að upp­lagi mis­jafn­lega um­hyggju­samt og það er því eðli­legt að sýna mis­mikla um­hyggju og á mis­mun­andi hátt óháð kyni. Þetta er bara eins og með gott tóneyra. Fólk þarf þjálf­un til að ná til­tek­inni færni til að hún verði órjúf­an­leg­ur hluti af eig­in veru­hætti, þ.e. verði eins og ósjálfráð taugaviðbrögð. Sum­ir þurfa litla þjálf­un, aðrir mikla, til að ná tök­um á viðfangs­efn­um en svo er það alltaf fá­menn­ur hóp­ur fólks sem nær aldrei að verða tón­visst eða um­hyggju­samt hversu mikið sem það þjálf­ar sig. Þannig mörk­umst við ávallt einnig af lík­am­leg­um þátt­um. Vís­ind­in hafa sýnt fram á að þess­ir þætt­ir eru að mjög litlu leyti bundn­ir kyni held­ur er breidd­in inn­an sama kyns mun meiri en milli kynja. Það á einnig við um um­hyggju. Í raun hagn­ast þau sem hafa ræktað með sér þessa hæfni, og búa að tengslaneti og aðlög­un­ar­hæfni sinni í sí­breyti­legu markaðssam­fé­lagi. Hins veg­ar eiga þau á hættu að ganga kyrfi­lega á ástar­krafta sína, sér­stak­lega fólk sem er í ójafnaðarsam­bönd­um, þar sem lítið er gefið á móti. Þeim sem vinna upp­eld­is-, heil­brigðis- og umönn­un­ar­störf í launuðu vinn­unni sinni er sér­stak­lega hætt við að ganga ótæpi­lega á ástar­forðann – því þau veita af hon­um all­an dag­inn og þurfa svo oft að halda áfram þegar heim er komið. Eins og Ólaf­ur Páll Jóns­son, koll­egi og vin­ur minn, seg­ir (en hann er gott dæmi um afar um­hyggju­sam­an karl­mann) þurf­um við ein­fald­lega að hlaða ástarraf­hlöðurn­ar okk­ar. Við hlöðum orku­batte­rí­in með því að hvíla okk­ur, en ástar­hlöðurn­ar hlöðum við með því að njóta um­hyggju og ást­ar.“

Með fjölda kvenna í bakv­arðasveit sinni

Hver hef­ur verið í bakv­arðasveit þinni á síðustu vik­um og mánuðum?

„Eins og marg­ir aðrir upp­lifði ég margt já­kvætt við að það slaknaði á efna­hags­kerf­inu. Þá reis um­hyggju­hag­kerfið upp úr ósýni­leika sín­um. Þar sem ég er ekki leng­ur með lít­il börn gaf kófið mér aukið næði til að lesa mig dýpra inn í ástar­rann­sókn­irn­ar, all­ar bæk­urn­ar sem hafa beðið í stöfl­um eft­ir því að vera lesn­ar. Í þeim áskor­un­um sem ég var að tak­ast á við í kóf­inu er skemmst frá því að segja að þar standa fimm vin­kon­ur öðrum fram­ar, en það eru þær Hanna Ólafs­dótt­ir, Char­lotte Wolff, Ásta Óskars­dótt­ir, Auður Jóns­dótt­ir og Hjör­dís Hall­dórs­dótt­ir. Ég vil nota tæki­færið og þakka þeim fyr­ir af öllu hjarta. Eins hafði ég fleiri tæki­færi til að vera með dætr­um mín­um og Sylvíu Ragn­heiði, 7 mánaða dótt­ur­dótt­ur minni.“

Hvernig hef­ur tím­inn þroskað þig sem per­sónu?

„Ég ólst upp hjá ömmu minni og afa í afar fá­mennu og snjóþungu sveita­sam­fé­lagi norður í Fljót­um í Skagaf­irði þar sem hjól efna­hags­lífs­ins voru smærri og sjálf­bær­ari í sniðum en í þeim sam­fé­lög­um sem ég hef dvalið eft­ir það. Svo tók frama­braut­in bein­h­arða stefnu eins og hjá flest­um jafn­öldr­um mín­um sem luku mennta­skóla ásamt því að eign­ast börn. Þá reyndi mest á bak­land mitt, aðallega kon­ur í nærum­hverfi mínu sem gáfu mér og fjöl­skyld­unni af tíma sín­um. Það er í raun stutt síðan ég fór að upp­lifa gam­al­kunna kyrrð til þess að hugsa hérna í aka­demísku um­hverfi því fram­an af var þetta svo mikið kapp­hlaup. Kófið færði mig svo aft­ur nær upp­run­an­um hvað varðar sjálf­bæra hugs­un og ró­leg­heit. Ég hef alltaf haft þá stefnu að eyða sumr­inu á Íslandi, það er ein­stakt, en núna sé ég kyrr­láta sveita­stemn­ingu á norður­hjar­an­um í hill­ing­um.“

Rétt hlut­fall milli sköp­un­ar- krafts­ins og kyrrðar­inn­ar

Í hvernig heimi lang­ar þig að búa?

„Mig lang­ar að búa í sam­fé­lagi sem ein­kenn­ist af réttu hlut­falli milli sköp­un­ar­krafts­ins og kyrrðar­inn­ar, þar sem hug­mynd­ir flæða milli aðila sem koma úr ólík­um átt­um. Hug­mynd­ir flæða ekki milli ólíkra aðila nema við séum laus við for­dóma gagn­vart til­tekn­um hóp­um og besta leiðin til þess er að tryggja stétta- og menn­ing­ar­blönd­un í skóla­sam­fé­lög­um. Að það verði ekki bú­setu­svæði eða skól­ar sem markist af fram­andleika og sleggju­dóm­um í garð þeirra sem þar búa. Mig lang­ar að búa í sam­fé­lagi sem trygg­ir að all­ir upp­lifi traust og hafi öðlast færni til að taka þátt í lýðræðinu með virk­um hætti. Hafi rödd og hafi tíma frá amstri. Í slíku ástandi býr sköp­un­ar­kraft­ur­inn. Til að ein­stak­ling­ar geti gefið af sér til lengri tíma þurfa grunnþarf­ir að vera upp­fyllt­ar, einnig til­finn­inga­leg­ar grunnþarf­ir, ekki bara þær efna­hags­legu og fé­lags­legu. Ójafn­rétti get­ur birst í mis­mun­andi aðgengi að til­finn­inga­leg­um bjargráðum til að bregðast við óör­yggi og miklu álagi. Sum­ir koma með tak­markaðan ástar­kraft út úr upp­eldisaðstæðum sín­um. Til­finn­inga­legt bol­magn mark­ast af upp­eldisaðstæðum og tengsl­um inn­an fjöl­skyldu. Sum­ir hafa ekki al­ist upp við til­finn­inga­legt ör­yggi eða lært hin óskráðu til­finn­inga­legu viðmið sam­fé­lags­ins. Þeim er hætt­ara við jaðar­setn­ingu og jafn­vel skorti á raun­veru­leg­um til­finn­inga­tengsl­um. Til­finn­inga­tengsl eru samt það mik­il­væg­asta í lífi hverr­ar mann­eskju. Þess vegna verðum við sér­stak­lega að hlúa að þess­um þætti í þessu ein­stak­lings­hyggju­sam­fé­lagi okk­ar og tryggja þetta í upp­eldi og mennt­un rétt eins og aðra hæfniþætti.“

Um­hyggja er yfir og allt um kring

Hvaðan kem­ur áhugi þinn á ást og um­hyggju­hag­kerf­inu?

„Ég hef lengi velt fyr­ir mér ójöfnuði í sam­fé­lög­um. Um­hyggja er yfir og allt um kring í störf­um sem varða upp­eld­is- og mennta­geir­ann en sú vinna er samt hvergi fylli­lega skil­greind, hvorki sem al­vöru hæfni né raun­veru­leg vinna. Maður heyr­ir enn að kennsla og upp­eldi séu bara dútl en ég hef sinnt fjöl­mörg­um störf­um á lífs­leiðinni og það er ekk­ert starf sem mér þykir jafn vanda­samt og að vera með fjöl­menn­an bekk af sex ára börn­um í sam­fleytt sex klukku­stund­ir. Í aka­demísku námi mínu fékk ég leiðsögn frá femín­ísk­um fræðidrottn­ing­um á borð við Guðnýju Guðbjörns­dótt­ur, Þor­gerði Ein­ars­dótt­ur, Sig­ríði Þor­geirs­dótt­ur og Rann­veigu Trausta­dótt­ur sem hrærðu upp í heims­sýn minni sem fékk svo sína eig­in vængi í doktors­námi hjá Dia­ne Reay, pró­fess­or emer­ita við Cambridge-há­skóla í Bretlandi. Síðan þá hef­ur þorsti minn á þessu sviði verið óslökkvandi.“

Hvað hef­ur þér þótt skemmti­leg­ast að gera í líf­inu?

„Það fer eft­ir tíma­bil­um. Und­an­farið veit ég fátt skemmti­legra en að lesa um kenn­ing­ar, hug­mynd­ir og hug­tök sem hjálpa manni að skilja gang­verk nú­tíma­sam­fé­lags og þróa nýj­ar hug­mynd­ir.“

Markaðshag­kerfið stöðugt að segja að þig vanti eitt­hvað

En erfiðast?

„Að kunna sér hóf og láta ekk­ert, hvorki vinnu, róm­an­tíska ást, mæðrun, tóm­stund­ir né kröf­ur nú­tíma­sam­fé­lags­ins um há­stemmd­an lífs­stíl, ræna mann vellíðan og jafn­vægi. Lifa í góðum ryþma og passa upp á sig, brenna ekki út. En það er auðveld­ara að segja þetta en að fara eft­ir þessu, ekki síst þegar áreitið kem­ur úr mörg­um átt­um. Eins og marg­ir aðrir Íslend­ing­ar hef ég mót­ast af veðrabrigðum og óstöðug­leik­an­um sem fylg­ir þeim og þegar veður er gott er það nán­ast eins og nátt­úru­legt viðbragð að keyra sig út. Þetta gæti nefni­lega verið eini sól­ar­dag­ur­inn í bráð!“

Áttu góð ráð fyr­ir ein­stak­linga sem vilja auka ástar­kraft­inn sinn?

„Þetta er spurn­ing sem er reynd­ar efni í heila fræðigrein. Fyrsta skil­yrðið er auðvitað að kunna að setja mörk fyr­ir sjálf­an sig, þekkja hvað maður þolir og virða það. Kunna að verja sig fyr­ir áreiti markaðssam­fé­lags­ins sem er stöðugt að segja þér að þig skorti eitt­hvað. Það er að rækta tengsl­in sín, viðhalda þeim og byggja ný í sátt við aðrar skyld­ur. Fólk í góðu ástar­sam­bandi eyðir tals­verðum tíma í að ala hvort annað upp og gefa af sér til hins án þess að ganga of nærri sér. Þetta er jafn­væg­islist sem þarf að vera í stöðugu flæði og end­ur­liti. Svo er það auðvitað að rækta lýðræðis­vit­und­ina og póli­tíska sjálfið og leggja sitt af mörk­um í að móta sam­fé­lag sem styður okk­ur í því að verða sjálf­bær­ari og heil­steypt­ari mann­eskj­ur. Bylt­ing­in er rétt að byrja!“

Viðtalið birtist upphaflega í Smartlandi Mörtu Maríu

Undir yfirborðið – Ástarrannsóknir

Þátturinn Undir yfirborðið í umsjón Ásdísar Olsen var tileinkaður ástarrrannsóknum þann 5. desember 2022. Rætt var við Berglindi Rós Magnúsdóttur.

Rýnt í ástina í Hall­gríms­kirkju

Ný há­degis­við­burða­röð Hins ís­lenska ástar­rann­sóknar­fé­lags hefst í Hall­gríms­kirkju í dag þar sem ástin verður skoðuð frá ýmsum sjónar­hornum. Ástin verður í brennidepli

Ef þú giftist

Umsjónamaður: Brynhildur Björnsdóttir. Lögformlegur samningur um ást og uppvask Hjónabandið er allt í senn, samfélagslegur hornsteinn, stofnun ástarinnar og lögformlegur samningur um

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *