Undir yfirborðið – Ástarrannsóknir
Þátturinn Undir yfirborðið í umsjón Ásdísar Olsen var tileinkaður ástarrrannsóknum þann 5. desember 2022. Rætt var við Berglindi Rós Magnúsdóttur.
Þátturinn Undir yfirborðið í umsjón Ásdísar Olsen var tileinkaður ástarrrannsóknum þann 5. desember 2022. Rætt var við Berglindi Rós Magnúsdóttur.
Ný hádegisviðburðaröð Hins íslenska ástarrannsóknarfélags hefst í Hallgrímskirkju í dag þar sem ástin verður skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Ástin verður í brennidepli í Hallgrímskirkju í hádeginu í dag en þá hefst viðburðaröð þar sem félagsmenn í Hinu íslenska ástarrannsóknarfélagi kynna rannsóknir sínar og skrif um málefni ástarinnar. „Þetta eru allt fræðimenn með ólíkan bakgrunn sem …
Umsjónamaður: Brynhildur Björnsdóttir. Lögformlegur samningur um ást og uppvask Hjónabandið er allt í senn, samfélagslegur hornsteinn, stofnun ástarinnar og lögformlegur samningur um daglegt líf. Í fyrsta þætti Ef þú giftist er rætt um hjónabandið sem stofnun við Sigrúnu Olafsdóttur, prófessor í félagsfræði. Hrefnu Friðriksdóttur prófessor í hjúskaparrétti, Berglindi Rós Magnúsdóttur, prófessor um ástarrannsóknir og Sólveigu …
Berglind Rós Magnúsdóttir hefur rannsakað marga ólíka anga ástarinnar. Í nýjustu rannsókn sinni talaði hún við fimmtán fráskildar framakonur um leit þeirra að nýrri ást eða sambandi og hvernig markaðurinn hefur breyst og þarfir þeirra. Viðtal birtist í Fréttablaðinu 27.11.2021
Lestin á RÚV 3. Nóvember: Sérrit um ástarrannsóknir kemur út næsta mánudag hjá Hugvísindastofnun í ritstjórn Berglindar Rósar Magnúsdóttir og Torfa H. Tulinius. Sex fræðigreinar eftir sjö höfunda og þýdd grein um ástarkraftinn eftir Önnu Guðrúnu Jónasdóttur verða í opnum aðgangi á vefsíðu ritid.hi.is. Eins og Anna Guðrún bendir á þá skiptir ekki síður máli …
Í nýjustu bók sinni „The end of love“ spyr menningarfélagsfræðingurinn Eva Illouz þeirrar mikilvægu spurningar hvernig þetta nútímaástand sem einkennist bæði af markaðshugsun á öllum vettvangi, og mögulegum sítengingum að öllum heiminum í gegnum tæknivædd samskipti, hafi breytt tilfinningum okkar og rómantískum tengslum. „Það eru fleiri fiskar í sjónum“ eru ekki aðeins upplyftandi huggunarorð lengur heldur teljanlegur raunveruleiki í formi lítilla síla á Tinder sem hægt er …
Dr. Anna Guðrún Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur setti fram kenninguna um „ástarkraftinn“ fyrir um 30 árum. Í doktorsritgerð sinni velti hún þeirri knýjandi spurningu fyrir sér af hverju konur væru undirskipaðar körlum þrátt fyrir jafnt aðgengi og jafnan rétt að valdavettvöngum samfélagsins. Með kerfisbundinni greiningu á gagnkynhneigðum ástarsamböndum þróaði hún kenninguna um ástarkraftinn. Mest af ósýnilegri tilfinningavinnu …
Kvíði, sjálfsmyndarkreppa, ístöðuleysi og streita einkenna hið póstmóderníska ástand, þar sem heimsmyndin hefur riðlast undan þunga hins kapítalíska síðnútíma. Hefðbundnar stofnanir sem hafa haldið utan um tilfinningalífið, eins og kirkjan, hjónabandið og fjölskyldan, eru að leysast í sundur og markaðurinn hefur fengið lausan tauminn svo kapítalið geti flætt frjálst. Valmöguleikar í lífinu hafa margfaldast og …
Hinn póstmóderníski síðnútími, ástin og einskisvalið Read More »
Berglind Rós Magnúsdóttir segir að fólk í góðu ástarsambandi eyði talsverðum tíma í að ala hvort annað upp og gefa af sér til hins án þess að ganga of nærri sér. Hún segir ástarbyltinguna rétt að byrja og að Covid-19, eða kófið eins og hún kallar ástandið, hafi fleytt umhyggju-hagkerfinu upp á yfirborðið. Berglind Rós …
Við lifum á fordæmalausum tímum veirufaraldurs og þá er ýmislegt sett fram á samfélagsmiðlum, meðal annars jákvæðar áskoranir til að stytta stundir, peppa, gefa von, slá á neikvæðni, drepa tímann. Ein af þessum áskorunum felst í að efla kvennasamstöðu með því að setja mynd af sjálfri sér og tagga 50 aðrar konur. Statusinn er eftirfarandi: …